Bára Bryndís's Reviews > The Quiet American

The Quiet American by Graham Greene
Rate this book
Clear rating

by
5655851
's review
Jun 23, 2011

it was amazing
Read in January, 2011

Frábær bók, snúin og margræð. Titilpersónan "Hinn þögli ameríkumaður" er ekki eins þögull og hann hefði átt að vera í ljósi ungæðislegrar heimsku sinnar sem Greene lýsir á frábæran hátt. Sögumaður, Powler er breskur stríðsfréttamaður í Saigon í stríði frakka og Viet Minh um 1950. Átök hans og ameríkumannsins um stúlkuna Phuong endurspegla ólíkar hugmyndir þeirra (og þjóðanna) til nýlendnanna í Indókína. Powler miðaldra, blankur og fastur í dauðu hjónabandi reynir af örvæntingu að halda ástkonu sinni frá ameríkananum unga sem býður uppá hjónaband, frelsisstyttu og ríkidæmi. Sá ungi telur sig þar að auki ganga göfugra erinda stórra hugsjóna, bæði í lífi stúlkunnar og þjóðarinnar, en hann undir fölsku flaggi efnahagsaðstoðar fjármagnar stríðsherrann Thé sem á að riðja brautina fyrir sk. þriðju leið þ.e. lýðræði að bandarískri fyrirmynd í Víetnam.
Powler er hins vegar afar meðvitaður um eigin takmarkanir, kaldhæðinn en hjartahlýr. Annað þema í bókinni er ástin sem samvera og samvinna (austræn ást) andstætt ástinni sem samruni persónuleikanna og afhjúpun sjálfsins (vestræn).
flag

Sign into Goodreads to see if any of your friends have read The Quiet American.
Sign In »

No comments have been added yet.